A A A

Endurskođun ađalskipulags Tálknafjarđarhrepps 2019-2031

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Haldinn var kynningarfundur um verkefnið 4. apríl 2019 þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.
 

Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.
 

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins , Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eða á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is  fyrir 13. september nk.

Skipulagslýsing (.pdf)

Sveitarstjórnarfundur

544. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38,
15. ágúst 2019
og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri

Reynsla Troms fylkis í Noregi af laxeldi - fundur á Tálknafirđi

Fimmtudaginn 8. ágúst verður haldinn fundur í Dunhaga á Tálknafirði um áhrif laxeldis á Vestfirði. Það er Matís og Vestfjarðastofa sem boða til fundarins, sem hefst kl. 20:00, en fyrirlesari verður Gunnar Davíðssonar sem er ráðgjafi hjá Troms fylki í norður Noregi. 
 
Norðmenn framleiða um 1.3 milljónir tonn í sjókvíaeldi sem skilar um 840 milljörðum (ISK) króna á ári og skapar um 33 þúsund ársverk. Eitt ársverk í Noregi skapar um 14 milljón kr. í þjóðarauð að meðaltali (fyrir utan olíuvinnslu), en fiskeldi skilar hins vegar um 63 miljónum kr. og fiskveiðar skila 21 miljónum kr og fiskvinnsla um 15,1 milljónum.
 
Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein í Troms fylki, sem er um 26 þúsund km2 með um 7.200 km strandlengju og íbúafjöldi er 167 þúsund, en þeir framleiða um 190 þúsund tonn á ári. Um 10 seiðaeldisstöðvar eru starfræktar í Troms, 16 mateldisfyrirtæki með níu sláturhús; fyrirtæki sem keyptu vörur og þjónustu í fylkinu fyrir um 35 milljarða kr á ári. Störf í fiskeldi í fylkinu dreifast mjög vel um hin ýmsu sveitarfélög, sem eru 24 í dag. Um 70% þjónustu og verslun aðfanga eru frá fyrirtækjum í Troms og nágrannafylkinu Nordland. Eldið og þjónustan í kringum atvinnugreinina kallar á bæði verkmenntun og sérfræðiþekkingu, laðar að ungt fólk enda launin með því besta sem þekkist í norskri atvinnustarfsemi.
Til að byggja upp svo öfluga atvinnugrein eins og eldið er í Troms hefur þurft að byggja upp öflugar samgöngur, enda byggir framleiðslan á ferskum laxi sem liggur á að koma á markaði í Evrópu, Ameríku og Asíu. Fiskeldi hefur aukið aðsókn í verkmenntun og háskólanám tengt greininni og jafnframt haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í fylkinu. 
 
Á fundinum í Dunhaga verður farið yfir áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms og velt upp hvaða áhrif eldi á Vestfjörðum getur haft í fjórðungnum. Getum við dregið lærdóm af sögu laxeldis í Troms fylki til að meta áhrif þess á mannlíf og efnahag Vestfjarða í framtíðinni?
 
Fundargestum verður boðið upp á hressingu meðan á fundi stendur.

Hunda- og kattahreinsun - Frestun

Viðvera dýralæknis sem átti að vera í dag hefur frestast vegna óviðráðnlegra orsaka. Lína Björk dýaralæknir áætlar að koma aftur föstudaginn 9. ágúst og vera um helgina.

Tímapantanir hjá Línu Björk Dýralækni eru í síma 7788979.

Síđa 1 af 243
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Vefumsjón