A A A

Ferđaţjónusta og Tálknafjörđur

Þriðjudaginn 9. júní mun Vestfjarðastofa halda fund um ferðaþjónustu í Tálknafirði, fundurinn hefst kl. 10:00 í Dunhaga og stendur í um klukkutíma. Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu. Þróun nýrrar ferðamannaleiðar Vestfjarðaleiðin annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
 

Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í vinnunni með okkur.
 

Afleysing í ţrif á leikskóladeild frá og međ 8. júní

Tálknafjarðarskóli óskar eftir afleysingarmanneskju í þrif eftir kl 16.00 frá og með mánudeginum 8. júní til og með 8. júlí. Nánari upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537 eða á netfanginu skolastjori@talknafjordur.is

 

Tálknafjarđarskóli auglýsir lausar stöđur viđ skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er grænfánaskóli og UNESCO skóli.
 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Staða kennara ungbarnadeildar á leikskólastigi (100% starfshlutfall)

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari
  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hefur hreint sakarvottorð

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
 

Umsókn sendist á talknafjardarskoli@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki leikskólakennari í stöðuna er heimilit að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2020.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: skolastjori@talknafjordur.is.
 

Umsóknarfrestur er til og með 05.06 2020.

Tćkifćri til ađ hafa áhrif á strandsvćđisskipulag á Vestfjörđum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði ráðsins.
 

Allir eru hvattir til að kynna sér efni lýsingu skipulagsins og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni. Það er mikilvægt að þeir sem hafa þekkingu og innsýn á einstaka svæðum komi sínum athugasemdum á framfæri.
 

Ábendingar þurfa að vera skriflegar og má koma á framfæri bréfleiðis til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á hafskipulag@skipulag.is eða á athugasemdagátt  á vefnum hafskipulag.is. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 1. júní 2020.

Samráðsvefsjá: https://app.maptionnaire.com/is/7572/Ţróunarverkefni skólans fékk styrk úr Barnamenningarsjóđi

Katrín Jakobsdóttir, forsćtisráđherra, og Lilja Alfređsdóttir, mennta- og menningarmálaráđherra ásamt hópnum sem hlaut styrk.
Katrín Jakobsdóttir, forsćtisráđherra, og Lilja Alfređsdóttir, mennta- og menningarmálaráđherra ásamt hópnum sem hlaut styrk.

Út­hlutun Barna­menningar­sjóðs Ís­lands fór fram í gær, á degi Barnsins, í Hörpunni og var verkefni Tálknafjarðarskóla eitt af þeim 41 verk­efni sem hlaut styrk úr sjóðnum í ár. Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra fluttu á­vörp við út­hlutunina en þetta var önnur úthlutun úr þessum sjóði sem var stofnaður í til­efni aldar­af­mælis full­veldisins. Helsta hlut­verk sjóðsins er að styðja við fjöl­breytta starf­semi á sviði barna­menningar með á­herslu á sköpun, listir og virka þátt­töku barna í menningar­lífinu.

...
Meira

Truflanir í vatnsveitu föstudaginn 22. maí 2020

Vegna framkvæmda við vatnsveitu föstudaginn 22. maí 2020 verða truflanir á vatnsrennsli milli kl. 08:00 og 16:00 þann daginn. Truflana gæti orðið vart víða.

 

Síđa 1 af 187
Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir
Vefumsjón