A A A

Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa óskar eftir starfsmanni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar eftir að ráða starfsmann í 70% vinnu í eldhús.
Ráðningartími er frá 1. mars til 31. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn eldhússtörf og eldamennska
- Tilfallandi verkefni sem falla undir og tilheyra verkefnum eldhúss.
 

Hæfnikröfur:
- Áreiðanleiki
- Góð Íslensku kunnátta
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður og ábyrgð í starfi
- Reglusemi og stundvísi

Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verk Vest hafa gert með sér.
 
Nánari upplýsingar veita:
Brynja Haraldsdóttir – eldhus-patro@hvest.is eða 450-2019
Hermann Grétar Jónsson – hermann@hvest.is eða 450-2016
 

Hans Klaufi - Leikhópurinn Lotta

Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur frá Leikhópnum Lottu verður sýndur í félagsheimilinu á Patreksfirði fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:30. Frítt er inn á sýninguna og það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með.
 
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú þriðja veturinn í röð komin inn í hlýjuna um allt land. Hópurinn setti Hans Klaufa fyrst upp árið 2010, en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.


Íbúafundur vegna ASC vottunar

Fjarðalax, dótturfélag Arnarlax boðar til íbúafundar á Patreksfirði, fimmtudaginn 27 febrúar. Fundurinn verður haldin í sal Hótel West og hefst klukkan 17:00

Farið verður yfir starfsemina og hvaða þætti huga þarf að þegar kemur að ASC vottun og eftir það gefst gestum kostur á að spyrja fulltrúa Fjarðalax spurninga.

 

Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Garđklippingar

Mynd tekin fyrir klippingu
Mynd tekin fyrir klippingu
1 af 2

Ágætu íbúar Tálknafjarðar, við hjá Garðagleði ehf. höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu í görðum sem felur í sér vetrarklippingu á runnum og stökum trjám. Nú fer sá tími í hönd sem best er að sinna þessum þáttum í garðinum. Þ.e.a.s. að klippa trén áður en brum myndast. Fyrirhugað er að koma vestur í mars ef nægur áhugi verður hjá íbúum og vilji til að nýta sér þessa þjónustu og auðvita ef ekki er mikill snjór í görðum þar vestra.
 

Upplýsingar í síma 7705377

Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir

Skrúðgarðyrkjumeistari


Síđa 1 af 265
Eldri fćrslur
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
Nćstu atburđir
Vefumsjón