A A A

Sorp­hirđa stopul nćstu daga

Vegna óvið­ráð­an­legra atvika þá er sorp­hirða stopul dagana 17.-26. janúar í Vest­ur­byggð og á Tálkna­firði.
 

Covid hefur bankað upp á hjá starfsmönnum og ekki hægt að anna öllum verkum. Þá er aðeins einn starfsmaður að störfum sem er nýbyrjaður og ekki er hægt að ætlast til að hann geti haldið uppi sömu þjónustu og vanir menn. Vonast er til að ástandið lagist upp úr miðri næstu viku og hægt verði að vinna allt upp á næstu tveimur vikum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru íbúar beðnir um að sýna biðlund á meðan þessi veikindi klárast.

Ferjan Baldur

Vegna slæmrar veðurspár og mikil ölduhæð á morgun, föstudaginn 21. Janúar, þá verður stefnt á að sigla í fyrramálið kl. 6.00 frá Stykkishólmi og 9:00 frá Brjánslæk í staðinn fyrir 9.00 og 12.00 ferðina.

Seinni ferðin á morgun er hér með aflýst vegna veðurs.

https://www.saeferdir.is/


Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 585. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem er aukafundur og er boðað til hans í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins.

Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, fimmtudaginn 20. janúar 2022 og hefst hann kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Dreifing á tunnum í Vesturbyggđ og Tálknafirđi

Núna í janúar mun Kubbur með hjálp björgunar- og hjálparsveita byggðalaganna dreifa söfnunarílátum undir endurvinnsluefni og lífrænan heimilisúrgang.
 

Brún 120 lítra tunna er ætluð undir lífræna úrganginn.

Blá/græn tunna er ætluð undir papp og pappír og 55 lítra innrahólf á að vera undir plastumbúðir og plastfilmu.

Hér má sjá sorphirðubækling sem mun berast von bráðar inn á öll heimili.

Hér er síða Kubbs fyrir hirðu og flokkun og þjónustu í Vesturbyggð og á Tálknafirði.

Hér er sorphirðurdagatal fyrir Vesturbyggd og Tálknafjörð


Ferjan Baldur

Vegna veðurs fellur ferð ferjunnar Baldurs niður í dag, 12.janúar.

https://www.saeferdir.is/


Nýsköpunarhrađall fyrir konur - AWE

Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hraðallinn er haldinn.

 

Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum og efla nýsköpun í íslensku efnahagslífi og að sama skapi auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Markmið hraðalsins er að efla konur til að þróa áfram sínar viðskiptahugmyndir, bjóða upp á fræðslu og efla tengslanetið.

 

Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ein staðlota verður haldin fyrir norðan í samvinnu við Háskólann á Akureyri. 

 

Einstaklingar sem skilgreina sig sem konur og á öllum aldri geta sótt um að taka þátt í hraðlinum og verða 40-50 umsækjendur valdir til þátttöku. Hægt er að sækja um sem einstaklingur eða lið.

 

Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptahugmynd sem þróuð verði í gegnum námskeiðið eða hafi nýlega stofnað fyrirtæki sem hefur gagn af því að fara í gegnum hraðalinn. 

 

Þær konur sem verða valdar til þátttöku skuldbinda sig til að fara í gegnum efni netnámskeiðsins og taka þátt í vinnulotum.

 

Opið er fyrir umsóknir fram til 17. janúar 2022 og er hægt að fá nánari upplýsingar á vefsíðunni www.awe.hi.is

 

Síđa 1 af 222
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Nćstu atburđir
Vefumsjón