A A A

Brunavarnaáætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð

brunavarnaáæltun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð hefur verið samþykkt og undirrituð af framkvæmdastjórum sveitarfélaganna, slökkviliðsstjóra og forsjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Á Íslandi eru 33 slökkvilið starfandi á vegum 64 sveitarfélaga. Í heildina eru nú 20 af 33 slökkviliðum með gilda brunavarnaáætlun eða alls 89% íbúa landsins. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliðs og hversu vel í stakk búið það er að takast við áhættur á sínu svæði.

Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en einnig eru hún birt á vef HMS.
 

Bíllausi dagurinn 22. september - Frítt í flugrútuna á Bíldudal

Á bíllausa daginn 22. september verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó. Bíllausi dagurinn er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september.
 

Strætó hefur tekið þátt í samgönguvikunni með viðburðinum Bíllausi dagurinn undanfarin ár og í ár ákvað Vegagerðin að taka einnig þátt en Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó. Með því verður frítt í Strætó á milli byggðarlaga fyrsta sinn.
 

Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir fólk til að breyta út af vananum, hvíla bílinn og velja fjölbreyttari og vistvænni ferðamáta.

Vegagerðin tilkynnir með ánægju að það verður einnig frítt í flugrútuna á Bíldudal í tilefni af Bíllausa deginum föstudaginn 22 september.

 

Malbikunarframkvæmdir í Túngötu sunnudaginn 10. september 2023

Sunnudaginn 10. september 2023 verður unnið að malbikun Túngötu á Tálknafirði. Vegna þessa verður gatan lokuð fyrir umferð frá kl. 07:00 á sunnudagsmorgninum 10. september og fram til kl. 08:00 mánudagsmorgninn 11. september. Á meðan framkvæmdum stendur er mikilvægt að ekkert sé fyrir á því svæði sem á að malbika svo sem bílar, kerrur eða annað slíkt. Íbúum við  Móatún á Tálknafirði og fólki sem á erindi þangað er bent á að fara um Hrafnadalsveg á meðan framkvæmdum stendur.

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 618. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, mánudaginn 11. september 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Fjallskila­seðill

Fjallskila­seðill Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hefur verið samþykktur á fundi fjallskila­nefndar.

Lögréttir skulu vera á tímabilinu frá 7. september til 14. október 2023, en seinni leitir skulu ekki vera síðar en 20. október 2023. Dagsetningar á fjallskilaseðli eru byggðar á reynslu fyrri ára. Ábyrgðaraðilar fyrir leitarsvæði og réttarstjórar eru tilgreindir fyrir hvert svæði. Leitarstjóri sér til þess að leitir séu mannaðar og er mikilvægt að leitarstjórar hafi samband sín á milli til samræmingar þar sem leitarsvæði mætast. 
 

Fjallskilanefnd skorar á land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Með þátttöku allra er skipulag og framkvæmd mun einfaldara. 
 

Athugasemdir við fjallskilaseðil skulu berast til formanns fjallskilanefndar eigi síðar en 6. september n.k. Formaður fjallskilanefndar er Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps. 

Kvöld­ferðir almenn­ings­sam­gangna

Lítils­háttar breyting hefur orðið á kvöld­ferðum almenn­ings­sam­gangna.

Kvöldferðirnar færast aftur um 10 mínútur frá og með 11. september. Breytingin er gerð að ósk HHF til að krakkar úr öðrum byggðakjörnum sem stunda æfingar á Patreksfirði til kl. 18:30 hafi tækifæri til að klára æfingar sínar og ná síðustu ferðinni heim.

Sjá áætlunarferðir á heimasíðu Vesturbyggðar.


Síða 1 af 260
Eldri færslur
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Næstu atburðir
Vefumsjón