A A A

Félagsmiðstöðin Tunglið

Félagsmiðstöðin Tunglið tók til starfa fyrir all mörgum árum. Í dag er hún staðsett í húsinu Hvammi í Bugatúninu. Húsnæðið hefur verið nýtt í ýmislegt, t.d. sem verbúð og bókasafn en nú hafa ungmenni bæjarins inréttað það að þeirra þörfum. Félagsmiðtöðinni er stýrt af kosnu ráði ungmenna.

 

Megnið af starfinu fer fram á mánudögum og föstudögum. Þar er dansað, sungið, spilað, keppt í pool og margt fleira. Stefnt er að því að koma upp aðstöðu til listsköpunar af ýmsu tagi. Nú þegar eru komin hljóðfæri fyrir hljómsveitir að æfa sig en auk þeirra er stefnt að því að bjóða upp á aðstöðu til stuttmyndagerðar og myndlistar.

 

Félagsmiðstöðin er nýlega orðin aðili að SAMFÉS, landssamtökum félagsmiðstöðva. Á þeirra snærum er ýmislegt í boði sem ungmenni Tálknafjarðar munu nýta sér.

 

Félagsmiðstöðin er fyrir 7.-10. bekk.

 

Opið:

Mánudaga 20-22

Föstudaga 20-23:30

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón