A A A

Atburir

Árshátíð fyrirtækja

Árshátið fyrirtækja á Tálknafirði verður haldin í íþróttahúsinu laugardaginn 25. október.
Húsið opnar kl. 19:30 og mun borðhald hefjast hálftíma síðar eða kl. 20:00.
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri íþróttahússins föstudaginn 24. október frá kl. 17 til 19.
Miðaverð er 6.500 kr.
Selt verður inn á dansleikinn eftir kl. 23:00. Verð á dansleikinn er 2.000 kr.
Aldurstakmark á dansleikinn er 18 ár.

Matur:
Haukur Már Sigurðsson eldar fyrir okkur dýrindis 3ja rétta máltíð.
Forréttur: Tígrisrækjusalat (kalt)
Aðalréttur: Lambakjöt (heitt), hamborgarahryggur (kalt), fylltar kalkúnarbringur (kalt).
Heitar sósur og heimalagað meðlæti.
Eftirréttur: Kökur, konfekt og kaffi.

Skemmtun:
Nefndin hefur undirbúið og æft stíft nokkur skemmtiatrið yfir matnum.
Plötusnúðurinn Jónas Snæbjörnsson mun spila danstónlist fram eftir nóttu. Hann spilar bæði gömlu dansana og þá nýrri, jafnvel þá allra nýjustu.

Sönghátíð í Tálknafjarðarkirkju

Sunnukórinn á Ísafirði heldur af stað í söngferðalag laugardaginn 11. október. Farið verður á suðursvæði Vestfjarða, þar sem fyrsta stopp er Sjúkrahúsið á Patreksfirði en þar ætlar kórinn að syngja nokkur lög fyrir skjólstæðinga og alla þá eldri borgara sem heimangengt eiga. Ekkert gjald er heimt fyrir þann söng.

 

Síðar um daginn verður annað hljóð í strokknum því þá munu kór Hvammstangakirkju og Sunnukórinn bjóða Vestfirðingum til sönghátíðar í Tálknafjarðarkirkju. Hefst söngurinn þar kl. 17:00. Sameina kórarnir þar krafta sína og munu þeir syngja kirkjulega sem og veraldlega tónlist – allt frá Graduale til BG og Ingibjargar. Ekki er um sameiginlegan söng að ræða, heldur skiptast kórarnir á að syngja sínar dagskrár og má því búast við lífi í tuskunum og fjölbreyttri tónlist. Aðgangseyrir á þá tónleika er kr. 1000.-

Hunda- og kattahreinsun

Sigríður dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á föstudaginn 10. Október milli kl. 14:00 og 15:30 í áhaldahúsinu á Tálknafirði.
 

Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.
 

Ef dýr þarf aðra þjónustu en hreinsun frá dýralækninum þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 sem fyrst.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón