A A A

Auglýsing: Grenndarkynning - Dunhagi

Á fundi sveitarstjórnar þann 26. september 2023 samþykkti nefndin að grenndarkynna áform við varðandi framkvæmdir á Dunhaga.

 

Eftirfarandi var bókað:

"Tillaga skipulagsnefndar Tálknafjarðarhrepps við sveitarstjórn að áform um að lengja þak á húsinu Dunhaga verði grenndarkynnt og fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mál frá 10. fundi umhverfis- og byggingarnefndar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram 16.08.2023 og 12. fundi skipulagsnefndarTálknafjarðarhrepps sem fór fram 19.09.2023.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að áform um að lengja þak á húsinu Dunhagaverði grenndarkynnt og fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

 

Áformin ganga út á lengja þak á húsinu Dunhaga um 2,1 m þannig að það nái yfir viðbyggingu á suðausturgafli. Á gaflinn koma gluggar og hurðir sem verður flóttaleið úr sal á 2. hæð.

 

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum eru 4 vikur er til og með 2. nóvember 2023. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhuguðum áformum.
 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps eða í síma 450 2500 á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is.

Grenndarkynningargögn:

 Erindi (.pdf)
 Útlit (.pdf)
 Grunnmyndir, sneiðing og afstaða (.pdf)
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson



« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón