Ferðaárið 2012 lofar góðu
Ferðaárið 2012 lofar góðu og mikil aukning er á straumi erlendra ferðamanna um landið, en tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011. Þetta er 22% aukning milli ára, að því er fram kemur á vef Ferðamálastofu. Þá fjölgaði erlendum ferðmönnum einnig í janúar eða sem nemur 17% milli ára. Þessa aukningu má greinilega sjá í fjölda gistinátta á samanlögðu svæði Vestfjarða og Vesturlands, en þar fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna um 33% í janúar samanborið við janúar 2011. Fjöldi erlendra ferðamanna til Vestfjarða hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár og áætlar Markaðsstofa Vestfjarða að fjöldi ferðamanna til Ísafjarðar hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2008. Sjá nánar á heimasíðu Ferðamálastofu.
Frétt tekin af bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir