Fjölmenn ráðstefna um fiskeldi á Patreksfirði
Aðstandendur og skipuleggjendur ráðstefnunnar „Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands“ eru hæstánægðir með mætingu og viðtökur ráðstefnugesta. Fjölmargir lögðu leið sína á Patreksfjörð og fylltu allt gistirými í bænum svo og á Tálknafirði. Alls komu 170 gestir frá fiskeldisfyrirtækjum, stjórnsýslu, rannsóknastofnunum og frá ýmsum þjónustugreinum og um 130 gestir mættu til hátíðarkvöldverðar á fimmtudagskvöldið. Samhliða ráðstefnunni var haldin vörusýning frá fyrirtækjum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum í fremri sal félagsheimilisins.
Með tilkomu Fosshótels Vestfirðir á Patreksfirði er mögulegt að halda slíka viðburði í bænum. Félagsheimili Patreksfjarðar hentar einstaklega vel til ráðstefnuhalds og fremri salurinn rúmar vel sérhæfða vörusýningu. Vegna þess hversu góðar viðtökur ráðstefnan fékk hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fiskeldisklasi Vestfjarða í hyggju að endurtaka slíkan viðburð með reglulegum hætti á komandi árum. Erindi frá ráðstefnunni verður hægt að nálgast á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða; www.atvest.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 44. fundur 11. október 2023 (fundargerð vantar)
- Fræðslunefnd | 14. fundur 8. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 622. fundur 14. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 13. fundur 17. október 2023
- Sjá allar fundargerðir