A A A

Fjölmenn ráđstefna um fiskeldi á Patreksfirđi

Frá ráđstefnunni „Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands“
Frá ráđstefnunni „Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands“
1 af 2

Aðstandendur og skipuleggjendur ráðstefnunnar „Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands“ eru hæstánægðir með mætingu og viðtökur ráðstefnugesta. Fjölmargir lögðu leið sína á Patreksfjörð og fylltu allt gistirými í bænum svo og á Tálknafirði. Alls komu 170 gestir frá fiskeldisfyrirtækjum, stjórnsýslu, rannsóknastofnunum og frá ýmsum þjónustugreinum og um 130 gestir mættu til hátíðarkvöldverðar á fimmtudagskvöldið. Samhliða ráðstefnunni var haldin vörusýning frá fyrirtækjum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum í fremri sal félagsheimilisins.

Með tilkomu Fosshótels Vestfirðir á Patreksfirði er mögulegt að halda slíka viðburði í bænum. Félagsheimili Patreksfjarðar hentar einstaklega vel til ráðstefnuhalds og fremri salurinn rúmar vel sérhæfða vörusýningu.  Vegna þess hversu góðar viðtökur ráðstefnan fékk hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fiskeldisklasi Vestfjarða í hyggju að endurtaka slíkan viðburð með reglulegum hætti á komandi árum.  Erindi frá ráðstefnunni verður hægt að nálgast á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða; www.atvest.is

« Ágúst »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Vefumsjón