Fyrirlestrar á Minjasafninu að Hnjóti
Tveir spennandi fyrirlestrar eru á döfinni í ágúst:
23. ágúst. Gengið í fótspor formæðra- og feðra - Gönguleiðir á Barðaströnd. Elva Björg Einarsdóttir fjallar um væntanlega bók sína um gamlar og nýjar gönguleiðir á Barðaströnd. Fyrirlesturinn hefst kl. 15:00 á Minjasafninu.
30. ágúst. Hvernig var hér fyrir 12 milljón árum? Geta steingervingar sagt okkur hvernig loftslag og gróðurfar var hér fyrir milljónum ára síðan? Hákon Ásgeirsson landvörður ætlar að segja frá því hvað hægt er að lesa úr steingerðum plöntuleifum í náttúruvættinu Surtabrandsgili. Fyrirlesturinn hefst kl. 15:00 á Minjasafninu.
Allir velkomnir – sjáumst!
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 48. fundur 3. maí 2022
- Sveitarstjórn | 590. fundur 27. apríl 2022
- Sveitarstjórn | 589. fundur 5. apríl 2022
- Sjá allar fundargerðir