Hugleiðsludagur unga fólksins og List fyrir alla
Miðvikudaginn 9. október byrjaði skólinn daginn á að taka þátt í Hugleiðsludegi unga fólksins. Tilgangur verkefnisins ár hvert er að eiga saman hjartamiðaða stund sem heild, draga úr streitu, minna á að friðinn finnum við innra og læra aðferð til að sefa tilfinningar og þreytu af völdum áreitis og erils í hversdagslífinu.
Verkefnið er gjöf Jógahjartans og þennan sama dag er friðarsúlan í Viðey lýst upp.
Að hugleiðslu lokinni var skólanum boðið upp á viðburð á vegum List fyrir alla sem heitir Nýjar norrænar hefðir. Verkefnið sem er upprunnið frá Danmörku er byggt á samspili ólíkra þátta innan listarinnar; Sirkus, gjörningalistar, tónlistar auk kvikmyndalistar. Listasmiðjan er hluti af mun stærra listaverki sem kemur til með að flakka á milli landa og listviðburða, næstu ár. Nemendur skemmtu sér vel við að skapa saman og tók viðburðurinn heilan skóladag.
Nánar má sjá um verkefnið hér.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir