Hugræn atferlismeðferð
Námskeiðið verður haldið á Patreksfirði, helgina 5. – 6. október.
kl:15:00-19:00 á laugardeginum í SKOR
kl: 10:00-14:00 á sunnudeginum í SKOR
Kennarar eru Auður Ólafsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir hjúkrunarfræðingar við HSÍ.
Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við að takast á við vandamál daglegs lífs og er því fyrir alla. Þessar aðferðir nýtast líka vel þegar við finnum fyrir vanlíðan eins og til dæmis kvíða eða depurð, göngum í gegnum erfiða lífsreynslu eða samskipti við annað fólk veldur okkur vandræðum.
Á námskeiðinu verða skoðuð tengsl hugsunar, hegðunar og líðan. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér út á hvað hugræn atferlismeðferð gengur og læra aðferðir til að öðlast bætta líðan, ná tökum á eigin tilfinningum, hugsunum og hegðun.
Sjá nánar á: frmst.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir