A A A

Kosið um sameiningu 9. - 28. október nk.

Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir
Mynd: Elín Elísabet Einarsdóttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.
 

Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
 

Næsta skref er að íbúar fái tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Fer kosningin fram dagana 9. – 28. október, í báðum sveitarfélögum. Auglýsing hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu ásamt því að auglýsing birtist í Morgunblaðinu og var lesin upp á Rás 1 og Rás 2. Einnig er unnið að dreifingu kynningabæklings um greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna.
 

Hægt er að nálgast kynningarbæklinginn hér.

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón