A A A

Kosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar eru hafnar

Lilja Magnúsdóttir
Lilja Magnúsdóttir
1 af 2

Í gær kl. 10:00 opnuðu kjörstaðir í Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð þar sem kosið er um sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Í Tálknafjarðarhrepp var Lilja Magnúsdóttir fyrst til að mæta á kjörstað en Lilja er einnig oddviti Tálknafjarðarhrepps og varaformaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Í Vesturbyggð var það Halldór Árnason sjómaður sem var fyrstur til að mæta á kjörstað og hvatti hann íbúa til að kjósa og koma þeirra áliti á framfæri í kosningunum.
 

Við kosningarnar er farið eftir reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 en reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar kosningalögum en helstu breytingarnar fela í sér að boðið er upp á póstkosningu og færanlegan kjörstað í stað utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Einnig er ekki um einn eiginlegan kjördag að ræða heldur er tímabil atkvæðagreiðslu frá 9. október til 28. október. Í reglugerðinni kemur skýrt fram að kjörseðlar megi ekki vera auðkenndir með þeim hætti að þeir séu rekjanlegir til kjósanda. Er því ekki hægt rekja atkvæði til einstakra kjósenda jafnvel þótt atkvæði sé greitt með póstkosningu. Kjósendur sem nýta sér póstkosningu þurfa þó að tryggja að farið sé eftir leiðbeiningum svo atkvæðið sé sannarlega ekki rekjanlegt til kjósanda. Það þýðir að atkvæði er sett í ómerkt umslag sem er lokað og það umslag ásamt fylgiseðli er sett í annað umslag sem skilað er til kjörstjórnar.
 

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um kosningarnar hér.

www.vestfirdingar.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón