A A A

Lýðskólinn á Flateyri

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

 

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2023. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

 

Opið er fyrir umsóknir og afgreiðsla þeirra er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. 

 

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn. 

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón