Margir plokkarar á Tálknafirði
Mjög góð mæting var á skipulögðu plokki á Tálknafirði eða um 60 manns sem tóku ærlega til hendinni. Sebastian mætti á gula hreppsbílum og Heiðar á sínum vinnubíl og var hægt að fylla bílana margsinnis. Það kom á óvart hve mikið af rusli leyndist í oddanum og sennilega mætti skipuleggja annan dag í sömu erindum. Skipuleggjendur með Láru í broddi fylkingar höfðu hent í girnilegar skúffukökur sem plokkarar gæddu sér á að loknu góðu dagsverki.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 571. fundur 8. apríl 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 52. fundur 4. mars 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 42. fundur 8. mars 2021
- Sveitarstjórn | 570. fundur 11. mars 2021
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Sjá allar fundargerðir