A A A

Margir plokkarar á Tálknafirđi

Mjög góð mæting var á skipulögðu plokki á Tálknafirði eða um 60 manns sem tóku ærlega til hendinni. Sebastian mætti á gula hreppsbílum og Heiðar á sínum vinnubíl og var hægt að fylla bílana margsinnis. Það kom á óvart hve mikið af rusli leyndist í oddanum og sennilega mætti skipuleggja annan dag í sömu erindum. Skipuleggjendur með Láru í broddi fylkingar höfðu hent í girnilegar skúffukökur sem plokkarar gæddu sér á að loknu góðu dagsverki.

« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Nćstu atburđir
Vefumsjón