Sumarstörf - Starfskraftar óskast
Laus eru störf sundlaugarvarða í Íþróttahúsi Tálknafjarðar, ásamt starfi starfsmanns á tjaldsvæði.
Um er að ræða starfshlutföll sem eru 100% og felst það í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, tækjasal, sundlaug, klefagæslu og þrif annars vegar og hins vegar þrifum og innheimtu á tjaldsvæði.
Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þá er skylt að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4.mgr. 10.gr. æskulýðslaga nr.70/2007, benda má á að eyðublöð til útfyllingar þar að lútandi má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðar: talknafjordur.is æskilegt að viðkomandi tali auk íslensku amk. eitt tungumál að auki.
Unnið er á dag, kvöld- og helgarvöktum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.
Nánari upplýsingar gefur Indriði Indriðason sveitarstjóri í síma 456-2539
netfang sveitastjori@talknafjordur.is
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015.
sveitarstjóri
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir