A A A

Sundlaugin opnar á miđvikudaginn

Sundlaugin á Tálknafirði opnar miðvikudaginn 16. júní klukkan 09:00 eftir að hafa verið lokuð um nokkuð langt skeið vegna framkvæmda.

Sumarið 2021 er sundlaugin opin sem hér segir:

Kl. 09:00 til 21:00 alla daga (nema stórhátíðardaga)

Hætt er að selja ofan í laugina hálftíma fyrir auglýstan lokunartíma.

Gestum vísað upp úr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.

Stefnt er að því að geta opnað líkamsræktaraðstöðu eftir nokkra daga og stóri íþróttasalurinn verður tilbúinn fyrir skólabyrjun í haust.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón