A A A

Tækifæri til að hafa áhrif á strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð skipulagsins í umboði ráðsins.
 

Allir eru hvattir til að kynna sér efni lýsingu skipulagsins og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni. Það er mikilvægt að þeir sem hafa þekkingu og innsýn á einstaka svæðum komi sínum athugasemdum á framfæri.
 

Ábendingar þurfa að vera skriflegar og má koma á framfæri bréfleiðis til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á hafskipulag@skipulag.is eða á athugasemdagátt  á vefnum hafskipulag.is. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 1. júní 2020.

Samráðsvefsjá: https://app.maptionnaire.com/is/7572/



« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón