A A A

Tillaga um ungmennaþing Vestfjarða samþykkt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga

Ungmennin Ali Murtadah Kamil Jasim Sultan AL-Saedi frá Súðavíkurhreppi, Soffía Rún Pálsdóttir frá Ísafjarðarbæ og Andrés Páll Ásgeirsson frá Tálknafjarðarhreppi á 68. Fjórðungsþingi Vestfirðinga.
Ungmennin Ali Murtadah Kamil Jasim Sultan AL-Saedi frá Súðavíkurhreppi, Soffía Rún Pálsdóttir frá Ísafjarðarbæ og Andrés Páll Ásgeirsson frá Tálknafjarðarhreppi á 68. Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

Fjórðungsþing Vestfirðinga fór fram í Bolungarvík 6. og 7. október 2023. Sveitarstjórnarfulltrúarnir Lilja Magnúsdóttir oddviti, Jenný Lára Magnadóttir og Guðlaugur Jónsson ásamt sveitarstjóranum Ólafi Þór Ólafssyni voru fulltrúar Tálknafjarðarhrepps á þinginu.

 

Á Fjórðungsþinginu var samþykkt tillaga um að árlega fari fram ungmennaþing á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga og að það þing kjósi ungmennaráð Vestfjarða sem starfi sem ráðgefandi nefnd fyrir stjórn Fjórðungssambandsins. Ráðið verði kjörið til eins árs í senn og kosinn verði einn aðalfulltrúi og einn varafulltrúi úr hverju sveitarfélagi á Vestfjörðum þar sem ungmenni eru búsett. Það voru þrír fulltrúar ungmenna á Vestfjörðum sem fylgdu tillögunni eftir og var Tálknfirðingurinn Andrés Páll Ásgeirsson í þeim hópi.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón