Vestnorræn vefsíða um jafnréttismál
Grænlendingar hafa ásamt norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál opnað vefsíðu um jafnrétti kynjanna í Grænlandi, Færeyjum og á Íslandi. Vefsíðan mun bjóða norrænum samtökum sem starfa að jafnréttismálum í þessum löndum upp á samskiptavettvang og aukin tækifæri til samvinnu.
Ísland, Grænland og Færeyjar eru hin svokölluðu vestnorrænu lönd en þau hafa starfað saman frá árinu 1985 en fulltrúar landanna vilja leggja áherslu á sína sameiginlega sögu og sérstöðu þegar kemur að norrænu samstarfi og samstarfi innan nærrænu ráðherranefndarinnar.
Þegar Ísland fór með formennsku í norrænu ráðherranefndinni árið 2009 var lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti í vestnorrænu löndunum með ráðstefnu sem haldin var í Færeyjum þar sem fjallað var um ýmsar hliðar jafnréttismála í þessum löndum. Þegar Danir tóku við formennskunni ári seinna var ákveðið að halda þessari stefnu með ráðstefnu í Grænlandi um vestnorrænt kynjajafnrétti. Ráðstefnan markaði ákveðið upphaf samskipta og samvinnu um jafnréttismál í Grænlandi en hana sóttu stjórnmálamenn, opinberir starfsmenn og samtök frá vestnorrænu löndunum sem vinna að jafnrétti kynjanna.
Vefsíðan verður virk í tvö ár en að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Vefsíða um vestnorrænt kynjajafnrétti
Facebooksíða um vestnorrænt kynjajafnrétti
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 571. fundur 8. apríl 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 52. fundur 4. mars 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 42. fundur 8. mars 2021
- Sveitarstjórn | 570. fundur 11. mars 2021
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Sjá allar fundargerðir