A A A

Vika til stefnu

Nú er vika til stefnu fyrir þá sem ætla sér að sækja um styrki til Menningarráðs Vestfjarða. Umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar ársins 2011 rennur út á miðnætti 6. október næstkomandi. Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

...
Meira

Danssýning í íþróttahúsinu

Ásrún Kristjánsdóttir danskennari hefur verið í skólanum þessa viku að kenna dans.

Hún er kærkominn gestur eins og nærri má geta og á morgun, föstudag, gefst tækifæri til að sjá danssporin sem æfð hafa verið þessa viku. Allir grunnskólanemendur og elstu börn leikskólans efna til danssýningar í íþróttahúsinu kl. 12:00.

Allir eru velkomnir, bæði foreldrar og annað tengdafólk.

 

Skólastjóri

Frostrósir á Vestfjörðum - Í fyrsta skipti á Tálknafirði

Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21:00.
Tónleikar Frostrósa verða haldnir í Tálknafjarðarkirkju 21. desember kl. 21:00.

Frostrósir halda í ár upp á tíunda tónleikaárið og blása til sannkallaðrar tónleikaveislu á aðventunni. Í tilefni afmælisins verður tónleikaferð Frostrósa um landið enn viðameiri en fyrr og á Vestfjörðum verður sú nýjung að tónleikar Frostrósa verða haldnir á Tálknafirði í fyrsta skipti.

...
Meira

Næstu fundir hreppsnefndar

Samkvæmt samþykkt um fundarsköp Tálknafjarðarhrepps eiga fundir hreppsnefndar að fara fram annan miðvikudag í hverjum mánuði.

 

Það tilkynnist hér með að 432. fundur Hreppsnefndar, sem er aukafundur verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 29.september kl. 17:00Sjá fundarboð hér.

 

433.fundur hreppsnefndar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 20.október kl. 17:00

 

                                                                                                                                                Oddviti

Næstu fundir hreppsnefndar

Samkvæmt samþykkt um fundarsköp Tálknafjarðarhrepps eiga fundir hreppsnefndar að fara fram annan miðvikudag í hverjum mánuði.

 

Það tilkynnist hér með að 432. fundur Hreppsnefndar, sem er aukafundur verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 29.september kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér.

 

433.fundur hreppsnefndar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 20.október kl. 17:00

 


                                                                                                                                                Oddviti

Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina 5. október 2011 til 6. október 2011

Mynd frá Ísafirði: westfjords.is
Mynd frá Ísafirði: westfjords.is

Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð og Íslandsstofu bjóða til ferðamálaþings á Ísafirði 5.-6. október 2011.  Meginverkefni þingsins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. 

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón