A A A

Sveitarstjórn ályktar vegna Fiskeldissjóđs

Á 575. fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fór fram 12. ágúst var lögð fram auglýsing frá Fiskeldissjóði  þar sem óskað er eftir umsóknum vegna ársins 2021. Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að sækja um styrk til sjóðsins vegna hafnarframkvæmda. Jafnframt gerði sveitarstjórn eftirfarandi bókun í málinu.

 

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps er vonsvikin að þurfa að sækja um framlag úr sjóði sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum greiddum af starfsemi er fer fram við strendur sveitarfélagsins. Sjóðurinn úthlutar til verkefna sem snúa að styrkari samfélagsgerð; uppbyggingu innviða; vinnu að loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd t.d. í fráveitum; vegna uppbyggingar aðstöðu í landi og til nýsköpunar. Öll þessi atriði eru verkefni sem sveitarfélög sinna nú þegar og því væri rétt að opinbert fjármagn sem verður til vegna starfsemi fiskeldisfyrirtækja renni beint til viðkomandi sveitarfélaga. Þetta nýja fyrirkomulag skapar óþarfa spennu milli sveitarfélaga, kallar á aukna vinnu og kostnað og getur verið þungur baggi fyrir lítil sveitarfélög. Það hlýtur að vera hægt að treysta sveitarfélögunum til að fara með það opinbera fé sem er ætlað til uppbyggingar fiskeldissamfélaga í stað þess að þau séu neydd í betliferðir til Reykjavíkur eftir fjármagni. Það getur ekki talist hagkvæmasta leiðin til að fara með opinbert fé.


Boriđ á kirkjuna á laugardaginn

Næsta laugardag, 14. ágúst, er stefnt að því að bera á tréverkið á Tálknafjarðarkirkju. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við þetta þarfa og um leið skemmtilega verkefni. Hafist verður handa kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Efni og verkfæri verða á staðnum og þarf fólk bara að mæta við kirkjuna í málningarfötum. Margar hendur vinna létt verk.

 

Sóknarnefndin

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 575. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 12. ágúst 2021.
Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Sveitarstjórnarmenn fagna samkomulagi

Tölvumynd af framtíđarvegi yfir Ţorskafjörđ
Tölvumynd af framtíđarvegi yfir Ţorskafjörđ

Sveitarstjórnarmenn í Tálknafirði fagna heils hugar samkomulagi Vegagerðarinnar og landeigenda Grafar í Þorskafirði um vegalagningu í Gufudalssveit. Með þessu samkomulagi hillir undir að þessu áratugagamla baráttumáli ljúki og að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum og aðrir landsmenn fái löngu tímabærar vegabætur á þessum vegkafla um Gufudalssveitina. Þessi samningur er afar ánægjulegur áfangi í þeirri baráttu að samgöngur á Vestfjörðum verði bættar þannig að tenging við aðra landshluta og innan landshlutans sé í samræmi við umferðar- og öryggiskröfur nútímans.

 

Skemmtilegt og spennandi starf í félagsstarfi aldrađra í Vindheimum og heimaţjónusta

 
Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir starfsmanni til að hafa umsjón með félagsstarfi í Vindheimum og heimaþjónustu á Tálknafirði.
 

Unnið er í gefandi og skapandi umhverfi og þarf viðkomandi að geta unnið sjálfstætt og jafnframt í samstarfi við aðra. Um er að ræða u.þ.b. 55 % starf.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sjá um félagsstarf í Vindheimum þrisvar í viku.

  • Sjá um veitingar og allt utanumhald á starfssemi félagsstarfs í Vindheimum. Ásamt því að sjá um þrif og annað sem þarf til að halda starfssemini gangandi.

  • Sinna heimaþjónstu þar sem hún hefur verið samþykkt í Tálknafirði.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt

  • Þarf að hafa góð tök á íslensku í ræðu og riti.

  • Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að sýna frumkvæði í starfi.

  • Þarf að vera sveigjanlegur og

  • vera góður í mannlegum samskipum.

 

Umsóknafrestur er til 5.ágúst 2021 og viðkomandi þarf að geta byrjað í starfinu 1.september 2021.

Greitt er eftir samingum SIS við viðkomandi stéttafélag.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Arnheiði Jónsdóttur félagsmálastjóra, sími 4502300 arnheidur@vesturbyggd.is eða Ólaf Þór Ólafsson sveitarstjóra, sími 4502500 sveitarstjori@talknafjordur.is

 

 

Sumarlokun skrifstofu Tálknafjarđarhrepps

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Tálknafjarðarhrepps lokuð
frá og með 19. júlí til og með 6. ágúst 2021.
 

Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 9. ágúst 2021 kl. 10:00.

 

Eldri fćrslur
« Október »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir
Vefumsjón