Auglýst eftir nýjum forstöðumanni Tunglsins
Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir hressum og kátum einstaklingi til starfa með ungmennum í félagsmiðstöðinni Tunglinu starfsárið 2020-2021. Starfið inniheldur skipulag á allri dagskrá Tunglsins, þar með talið skipulag fjáröflunar og farastjórn í menningarferð (SAMFÉS). Félagsmiðstöðvastarf á sunnanverðum Vestfjörðum er samtvinnað að einhverju leyti og er forstöðumaður Tunglsins í nánu samstarfi við aðra forstöðumenn á svæðinu ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Tunglið hefur verið opið tvisvar sinnum í viku yfir vetrarmánuði í tvo tíma í senn.
Kröfur eru gerðar um að:
-
Viðkomandi hafi náð 20 ára aldri
-
Viðkomandi hafi brennandi áhuga á öflugu félagslífi ungmenna á svæðinu
-
Viðkomandi búi yfir góðri skipulagshæfni og góðri samskiptatækni
-
Viðkomandi sé með hreina sakaskrá
Umsóknir og/eða ósk um mánari upplýsingar má senda á íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu it@vesturbyggd.is.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir