A A A

Spennandi sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti auglýsir eftir fólki til starfa á safninu sumarið 2018.
 
Helstu verkefni starffólks eru leiðsagnir um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, almenn þrif og önnur tilfallandi verkefni.

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.
 

Atvinnuumsókn með ferilskrá sendist fyrir 10. apríl á netfangið museum@hnjotur.is

Frekari upplýsingar um starfið gefur Óskar Leifur Arnarsson í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.

Sumarstörf við sundlaug og tjaldsvæði

Íþróttahúsið á Tálknafirði auglýsir laus störf við sundlaugina og tjaldsvæðið á Tálknafirði.

Starf sundlaugarvarðar felst í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi. Unnið er á vöktum, dag, kvöld og helgar.
 

Starf á tjaldsvæði felst í innheimtu og þrifum og er það 50% staða.

Æskilegt er að viðkomandi sé þjónustulundaður og sýni frumkvæði í starfi.
Æskilegt er að umsækjandi tali auk íslensku amk eitt tungumál.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18. Ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOS-VEST og Launanefndar sveitafélaga.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4 mgr. 10 gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 20. maí.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2018.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir í síma: 846 4713
eða sundlaug@talknafjordur.is

Starfsfólk vantar á leikskólann Araklett á Patreksfirði

Starfsfólk vantar á leikskólann Araklett á Patreksfirði.
Nánari upplýsingar veitir Halla leikskólastjóri í síma: 450-2343.

Laust starf í Félagsmiðstöðinni

Tálknafjarðarhreppur auglýsir starf í Félagsmiðstöðinni  laust til umsóknar.

Um er að ræða starf sem unnið er að mestu á kvöldin og er um tímavinnu að ræða.

Viðkomandi þarf að vera orðin 18. ára og hafa áhuga á starfi með unglingum, vera ábyrgur og hugmyndaríkur.

Viðkomandi þarf að geta byrjað sem allra fyrst.

 

Frekari upplýsingar gefur Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri í netfanginu arnheidur@vesturbyggd.is eða í síma: 450-2300. Umsóknum skal skilað  á sama netfang.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón