A A A

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 620. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 10. október 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Truflanir í vatnsveitu föstudaginn 6. október 2023

Vegna bilunarleitar í vatnsveitu þarf að loka fyrir vatn á ýmsum stöðum í dag.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Íbúafundur á Bíldudal í dag, 5. október

Fjórir íbúafundir verða haldnir dagana 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningafyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.
 

Í dag, 5. október verður fundað í Baldurshaga á Bíldudal kl.20:00
 

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag ásamt því að spyrja spurningar um sameiningartillöguna.
 

Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu á Facebook síðu Vesturbyggðar.
 
www.vestfirdingar.is

Færanlegur kjörstaður

Kjörstjórn hefur ákveðið að nýta sér heimild til að vera með færanlegan kjörstað. Eigi kjósandi erfitt með að mæta á kjörstað getur hann óskað eftir færanlegum kjörstað. Íbúar í dreifðari byggðum, sjúkrastofnanir, stærri vinnustaðir og fjölmennir viðburðir geta einnig óskað eftir færanlegum kjörstað.
 

Stað- og tímasetning færanlegs kjörstaðar verður auglýst með a.m.k. fimm daga fyrirvara á vefsíðum Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og á síðunni vestfirdingar.is
 

Beiðni um færanlegan kjörstað þarf að berast fyrir opnun kjörstaða kl. 10:00 þann 9. október 2023.
 

Kjósendur í Tálknafjarðarhreppi geta sent beiðni á netfangið sameining@talknafjordur.is eða hringt á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 450-2500.
 

Kjósendur í Vesturbyggð geta sent beiðni á netfangið sameining@vesturbyggd.is eða hringt á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 450-2300

Íbúafundur á Tálknafirði í dag, 4. október

Íbúafundur Tálknafjörður
Íbúafundur Tálknafjörður

Fjórir íbúafundir verða haldnir dagana 3. - 5. október nk. þar sem fjallað verður um tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Á fundunum verður farið yfir kosningafyrirkomulagið og kynnt álit og stöðugreining samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Að lokum verður opnað fyrir spurningar.

Í dag, 4. október verður fundað í íþróttamiðstöðinni á Tálknafirði kl. 20:00
 

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér tillögu um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag ásamt því að spyrja spurningar um sameiningartillöguna.

Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu á
Facebook síðu Tálknafjarðarhrepps.

 https://www.vestfirdingar.is

Breytt opnun Íþróttamiðstöðvar á miðvikudaginn

Vegna íbúafundar um sameiningarkosningar mun Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar loka kl. 17:00 miðvikudaginn 4. október 2023. Íbúafundurinn hefst kl 20:00 um kvöldið og Íþróttamiðstöð opnar aftur á venjulegum tima, kl. 09:00, fimmtudaginn 5. október 2023.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón