A A A

Stofnfundur Vestfjarðastofu haldinn 1. desember 2017

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu ses. Vestfjarðastofa mun taka að sér að reka og þróa áfram þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til.

Miðað er við að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á Vestfjörðum og víðar. Tilgangur Vestfjarðastofu verður að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífi, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Stofnfundur Vestfjarðastofu verður haldinn þann 1. desember kl. 13 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Fundurinn er öllum opinn, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið fv@vestfirdir.is

Sveitarstjórnarfundi frestað

517. fundi Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps hefur verið frestað.
Nýr fundartími verður auglýstur síðar.

Sveitarstjórnarfundur

517. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. nóvember 2017 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Áfangastaðaáætlun DMP á Vestfjörðum, forgangsröðun verkefna

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
 

Markmið fundanna er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundunum verður einnig ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.
 

Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.
 

Fundirnir eru öllum opnir. Skráning fer fram á www.westfjords.is/dmp

Upplýsingar veitir Magnea Garðarsdóttir - magnea@vestfirdir.is eða í síma 450-3051

20. nóvember 2017 – kl. 11:00-14:00 – Hnyðja Hólmavík

21. nóvember 2017 – kl. 09:00-12:00 – Félagsheimilið Patreksfirði

30. nóvember 2017 – kl.11:00-14:00 – Hótel Ísafjörður

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð Vestfjarða verða haldnir í dag, fimmtudaginn 16. nóv:
Bíldudal, Vegamót kl 12:00-14:00.
Tálknafirði, skrifstofa sveitarfélagsins Strandgötu 38 kl. 17:00-19:00.
Patreksfirði, Skor kl. 20:00-22:0

Plastpokalausir sunnanverðir Vestfirðir

Eva Dögg og Andrés Páll
Eva Dögg og Andrés Páll

Í dag byrjuðu verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum að bjóða upp á margnota poka til láns í sínum verslunum.
 

Á Tálknafirði voru saumaðir 64 taupokar sem verða til láns í versluninni Hjá Jóhönnu. Eva Dögg, oddviti og saumari afhenti pokana í dag fyrir hönd þeirra sem stóðu að saumaskapnum en Andrés Páll stóð vaktina með móður sinni í versluninni og tók á móti þeim með bros á vör. Andrés tók einnig þátt í saumaskapnum og kunni alveg eitthvað á saumavélina hennar móður sinnar að eigin sögn, þó hún væri alveg eldgömul eins og hann orðaði það. Þess má geta að allir kjarnar grunnskóladeildar Tálknafjarðarskóla eru þessa dagana að sauma fleiri poka en þeir verða afhentir í verslunina í næstu viku.
 
Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Nú geta viðskiptavinir fengið poka að láni í stað þess að kaupa plastpoka. Margir eiga sína eigin poka og koma með þá að heiman og er það best. Ef taupokinn gleymist heima er hægt að fá lánaðan taupoka í stað þess að kaupa plastpoka. Boomerang er alþjóðlegt verkefni þannig að það má skila pokunum aftur hér á landi á merktri Boomerang pokastöð og erlendis.
 

Þær verslanir sem eru með í þessu verkefni eru:
Hjá Jóhönnu
Fjölval
Albína
Gillagrill
Vegamót
Logi
Vöruafgreiðslan
Lyfja
Pósthúsið
Bókasafnið Patreksfirði
 

Lauslega er áætlað að þessar verslanir selji um 70.000 plastpoka á ári. Miðað við 500 heimili þá eru það 140 pokar á hvert heimili.
 

Allir pokarnir voru unnir úr efni sem var fáanlegt á svæðinu og hafa verið saumaðir rúmlega 500 pokar fyrir svæðið.

Áætlað er að halda saumaskapnum áfram ef þarf, hist hefur verið í Húsinu á Patreksfirði, Vindheimum á Tálknafirði og Læk á Bíldudal. Það er því ekki of seint að koma og vera með, læra að gera poka eða fylgjast með framleiðslunni.
 

Við þökkum öllum kærlega fyrir sem gáfu tíma sinn, efni og þolinmæði í þessa vinnu og ekki síður verslunareigendum fyrir að taka verkefninu vel. Saman minnkum við plastnotkun.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón