A A A

Ferðir flutningabíla falla niður 31. júlí

Felldar verða niður ferðir flutningabíla bæði vestur og suður 31. júlí næstkomandi (föstudagur fyrir Verslunarmannahelgi). Vörur sem koma á stöðvarnar á fimmtudaginn verða til afgreiðslu á föstudaginn. Lokað verður laugadaginn 1. ágúst og mánudaginn 3.ágúst. Endilega munið eftir smellugasinu fyrir helgina. Opið á föstudaginn frá kl 09.00-12.00 og frá kl 13.00- 16.00.
 

Nanna ehf- Vöruflutningar
Flytjandi og Landflutningar

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð dagana 27. júlí til 7. ágúst

 

Ef erindið er brýnt er bent á að hafa samband við sveitarstjóra í síma 456-2531


Gámavöllurinn lokaður 25. júlí

Gámavöllurinn við Strandgötu á Tálknafirði verður lokaður fyrir móttöku sorps laugardaginn 25. júlí.

Guðni Ólafsson, áhaldahúsi.

Tálknafjör 2015

DAGSKRÁ TÁLKNAFJÖRS  23. – 26. JÚLÍ 2015

Fimmtudagur 23. Júlí
21:00 – Pub-quiz á Hópinu

Föstudagur 24. Júlí
17:00 – 18:00 – Leikir fyrir krakkana á hátíðarsvæði
19:00 – 20:00 – Spunahópurinn Prósak verður með sýningu í íþróttahúsinu
21:00 – 22:30 – Brenna og bollasúpa á Naustatanga
23:00 – 03:00 – Hljómsveitin Four Leaves Left heldur uppi stuðinu á Hópinu

Laugardagur 25. Júlí
13:00 – 13:30 – Dorgveiðikeppni á bryggjunni
13:30 – 14:00 – Þjóðin sem valdi Vigdísi (Gróðursetning trjáa í Vigdísarlundi (fyrir neðan Vindheima) til að minnast forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 35 árum)

14:00 – 16:00 – Dagskrá á hátíðarsvæði (Sölubásar, kvennfélagið Harpa selur vöfflur og kakó, hoppukastali í boði Hjallastefnunnar, hoppukastali í boði Landsbankans, kassaklifur björgunarsveitarinnar Tálkna)

16:00 – 17:00 – Fjölskylduratleikur UMFT
16:00 – 17:00 – Óheflaður ratleikur að hætti Eydísar Huldu (18+)
17:00 – 18:00 – Vatnsrennibraut og froðuparty við kirkjuna
19:00 – 23:00 – Útigrill og skemmtun á hátíðarsvæði (2.000kr aðgangseyri)
(Bakarísbræðurnir Logi Bergmann og Rúnar Freyr verða hátíðarstjórar, verðlaunaafhending fyrir dorgveiðikeppni, flottustu götuna og ratleiki, söngvakeppni barnanna, hljómsveitin Festival heldur uppi stuðinu

23:00 – 03:00 – DJ Dorrit (Árni Grétar) þeytir skífum á Hópinu

Sunnudagur 26. Júlí
13:00 – 15:00 – Brunch á Hópinu

Sjá auglýsingu: TÁLKNAFJÖR dagskrá 2015 (.jpg)

Aðstoðarskólameistari – Fjölbrautaskóla Snæfellinga – Grundarfirði

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir aðstoðarskólameistara í 75% stöðu frá og með 15.ágúst 2015.

...
Meira

Eldhúsið á tjaldsvæðinu lokar tímabundið

Tjaldstæðagestir athugið að eldhúsið verður lokað laugardaginn 18.júlí frá kl 17:00, einnig verður stórum hluta af tjaldsvæðinu tekinn frá fyrir Húsbílafélagið sem ætlar að sækja Tálknafjörð heim sama dag.
 

kveðja, fyrir hönd tjaldsvæðins
Alma D. Sigurvinsdóttir

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón