A A A

Sjóræningjaskóli opnar á Patreksfirði

Laugardaginn 4. ágúst klukkan 13 verður nýstárlegur skóli opnaður á Patreksfirði, nánar tiltekið í Sjóræningjahúsinu. Um að ræða skóla fyrir verðandi sjóræningja og aðra sem vilja fræðast um ýmislegt er viðkemur sjóferðum. Þar munu nemendur þurfa að leysa verkefni á borð við að velja réttan kost til sjóferðar, rata eftir stjörnunum, hnýta hnúta og ýmislegt fleira. Um sjálfsnám er að ræða en við komu í skólann fá nemendur afhenta verkefnabók sem þeir þurfa að fylla inn í og útskrifast þeir þegar öll verkefnin í bókinni hafa verið leyst.

 

Sjóræningjaskólinn verður opinn alla daga til 3. september, frá klukkan 11-18.

 

Skólasetningin stendur yfir frá klukkan 13-18 og í tilefni opnunarinnar verður öllum nemendum boðið upp á hressingu við útskrift.

 

Menningarráð Vestfjarða styrkir gerð skólans.

Fundur í hreppsnefnd

444.fundur hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn mánudaginn 30.júlí kl. 17:00 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

Sjá fundarboð hér.

 
Oddviti.

Tálknafjör

DAGSKRÁ TÁLKNAFJÖRS 27. – 29. JÚLÍ 2012

...
Meira

Hollvinir Dunhaga

Stofnfundur Hollvina Dunhaga verður haldinn sunnudaginn 29. júlí kl. 14.00 í Dunhaga, Tálknafirði í tengslum við Tálknafjör.
 
Allir velunnarar Dunhaga eru boðnir velkomnir á stofnfundinn. Þeir sem ekki geta mætt á fundinn geta gerst félagar með því að senda tölvupóst á netfangið dunhagihollvinir@gmail.com eða hringt í Kristjönu Andrésdóttur í síma 861-7077,  Aðalstein Magnússon í síma 861-2633 og Lilju Magnúsdóttur í síma 895-2947.

...
Meira

Sýning á Bíldudal

Kalkþörungar úr Arnarfirði. Ljósm. MÞA
Kalkþörungar úr Arnarfirði. Ljósm. MÞA

Sýning Rögnu Róbertsdóttur og Hörpu Árnadóttur opnar á Bíldudal
 


FIRÐIR er heiti sýningaraðar Rögnu Róbertsdóttur og Hörpu Árnadóttur þar sem þær sýna saman ný verk sem verða til á ólíkum stöðum. Fyrsta sýningin opnar á Bíldudal í Arnarfirði um helgina. 
 
Opnun sýningarinnar er á laugardag, 21. júlí, kl 15 og stendur hún til 12. ágúst. 
Opnunartímar eru kl 13:00 – 18:00 miðvikudaga til sunnudaga.

...
Meira

Frestun á fundi hreppsnefndar

444.fundur hreppsnefndar sem halda átti 11.júlí 2012 er frestað og verður haldinn þriðjudaginn 24.júlí kl. 17:00 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps.

 

Dagskrá auglýst síðar.

                                                                                                                                                                                    Oddviti.

Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Vefumsjón