A A A

Tillögur að verndarsvæði í byggð

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til sveitarfélaga til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

 

Sveitarfélögum er heimilt að sækja um styrk til að vinna tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerðar sem samþykkt var 9. júní 2016.

Samkvæmt 4. gr. laganna  skulu sveitarfélög meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.
 

Heimilt er að sækja um styrki vegna kostnaðar við að útbúa greinargerð um mat á varðveislugildi sem fylgja skal tillögu að verndarsvæði í byggð, þ.m.t. vegna verkþátta sem liggja til grundvallar greinargerð, svo sem verkáætlunar, gagnasöfnunar, vinnslu kortagagna, myndefnis,  fornleifaskráningar, húsakönnunar og samráðs við íbúa.  

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. 
 

Starf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Fræðslumiðstöð Vestfjarða auglýsir eftir verkefnastjóra  á suðursvæði Vestfjarða.

Starfið felst í verkefnastjórn á starfstöð, kennslu og þróun náms í sjávarútvegi á framhaldsfræðslustigi, einkum í fiskeldi.

Starfshlutfall 100%.

 

Hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun í náttúrufræði eða sjávarútvegsgreinum.
  • Sjálfstæði, frumkvæði, áhugi, skipulagsfærni og samskiptahæfni
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti
  • Góð tölvufærni.

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu í fiskeldi eða náttúrurannsóknum og kennsluréttindi.

 

Laun og önnur kjör eru samkvæmt kjarasamningi FÍN og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Umsækjandi  þarf að getað hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2016.

Nánari upplýsingar á  vefsíðunni og hjá forstöðumanni í síma 456 5033 og 862 4017.

 

Nánari upplýsingar um starfið og hæfnikröfur eru á vefsíðunni http://www.frmst.is/frettir/


Nanna ehf lokar á laugardögum

Kæru Viðskiptavinir

Frá og með 1. júlí til 31. ágúst verður ekki opið hjá okkur á laugadögum.
Varan sem fer í bílana á föstudögum er hægt að nálgast á mánudagsmorgnum eftir kl. 09:00.

Virðingafyllst

Nanna ehf. vöruflutningar, Patreksfirði

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 2. Júlí.
 

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 2. júlí frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðsands. Þetta er annar áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.
 

Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4019 eða senda póst á netfangið hakon@ust.is fyrir föstudaginn 1. Júlí. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á tjaldsvæðinu Melanesi kl. 10:40.

 

Vonumst til að sjá sem flesta


Vestfjarðarvíkingurinn 2016

Keppni sterkustu manna landsins fer fram dagana 7. til 9. júlí.
Keppt verður á eftirtöldum stöðum.
   
Fimmtudagur 7. júlí
kl. 11:00 Snæfellsbæ:  Réttstöðulyfta, Tröð Hellisandi
kl. 12:00 Snæfellsbæ:  Uxaganga, Tröð Hellisandi
kl. 18:00 Reykhólar: Steinapressur, við félagsheimilið

Föstudagur 8. júlí
kl. 12:00 Tálknafjörður:  Tunnuhleðsla, í sundlauginni
kl. 16:00 Bíldudalur :  Kútakast, við félagsheimilið  
kl. 17:00 Bíldudalur :  Öxullyfta, við höfnina  

Laugardagur 9. Júlí                                     
kl. 12:00 Búðardalur:  Steinatök, við Leifsbúð
kl. 13:00 Búðardalur:  Fjölþraut, við Leifsbúð
 

Kjör forseta Íslands 25. júní 2016

Kosið verður til embættis forseta Íslands laugardaginn 25. júní og verður kosið í Tálknafjarðarhreppi í Grunnskóla Tálknafjarðar.

Kjörstaður opnar kl. 10.00 og lokar kl. 18.00.

 

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón