A A A

Félagsmiðstöðin Tunglið

Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir forstöðumanni í félagsmiðstöðina Tunglið frá og með 1.október 2016.

Um hlutastarf er að ræða.

Starfið  hentar bæði konum og körlum.

 

Upplýsingar um starfið gefur Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri,
sími 450-2300 netfang: arnheidur@vesturbyggd.is

Fór einhver úr þinni fjölskyldu vestur?

Atli Ásmundsson
Atli Ásmundsson
1 af 3

Fór einhver úr þinni fjölskyldu vestur?

Vinir handan hafs. Létt spjall um Vestur-Íslendinga.

Fundur í fundarsal félagsheimilis Patreksfjarðar, 15. september klukkan 20:00.

Atli Ásmundsson fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Winnipeg segir sögur af starfinu vestra. Atli hefur þegar haldið 54 slíka fundi um allt land og orðið vel ágengt.

Svavar Gestsson, ritstjóri Breiðfirðings, fjallar um Vesturfara úr Vestur-Barðastrandasýslu og byggir mál sitt á heimildum úr Vesturfaraskrá, bók Júníusar Kristinssonar. Svavar mun einnig segja frá starfsemi Þjóðræknifélagsins en hann er formaður heiðursráðs þess.

Fundarstjóri er Úlfar B. Thoroddsen.
 

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu Þjóðræknifélagsins og Utanríkisráðuneytisins.

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð miðvikudaginn 24.08. frá 10:45-12:30 vegna skólasetningar.
 

Kveðja starfsfólk

Surtarbrandsgil, opnun sýningar á Brjánslæk

Umhverfisstofnun í samstarfi við ábúendur á Brjánslæk hafa sett upp sýningu um jarðsögu náttúruvættisins Surtarbrandsgils í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk. Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna. Á sýningunni eru steingervingar og surtarbrandur til sýnis.

Landverðir ætla að bjóða upp á leiðsögn um sýninguna laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. ágúst milli kl. 15:30 – 17:00. Einnig verður farið í gönguferðir í Surtarbrandsgil með landverði kl. 13:00 báða dagana. Gengið er frá miðasölu Baldurs og tekur gangan um 2 ½ klst. Aðgangur ókeypis.

 

Landverðir

Sveitarstjórnarfundur

501. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 16. ágúst 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
                        Sveitarstjóri

Atvinnuauglýsing

Arctic protein auglýsir hér með eftir starfsmanni til að stjórna og starfa við proteinverksmiðju fyrirtækisins sem áætlað er að sett verði upp í Tálknafirði í haust.

Áhugsamir hafi samband við Valdimar í síma 894 8503 eða á tölvupósti valdimar@arcticprotein.is



 

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón