A A A

Sérstökum byggðastyrk úthlutað til lagningar ljósleiðara

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
 

Tilgangur þessa viðbótarstyrks í verkefnið er að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga við umsókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Styrkumsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 verða lesnar upp á opnunarfundi í innanríkisráðuneytinu 1. febrúar kl. 13.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður fjarskiptasjóðs, kynnti verkefnið ásamt Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ólafi E. Jóhannssyni, aðstoðarmanni ráðherra. 

Í ljósi þess að fjárhagur sveitarfélaga er mismunandi hefur verið ákveðið að styrkja samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik að hefja ljósleiðarauppbyggingu. Eftirfarandi 19 sveitarfélög eiga kost á þessum fjármunum 2017 og nema styrkupphæðir 1 - 12,1 m.kr.
 

Helstu forsendur við úthlutun styrkjanna voru þéttleiki styrkhæfra svæða, hlutfall staða sem eru ótengdir, þróun íbúafjölda árin 2005 til 2015, ferðatími til þjónustukjarna og samgöngur, fjárhagsstaða sveitarfélags og meðaltekjur þess á íbúa. Gefin voru stig út frá þessum forsendum og sveitarfélög með fæst stig lentu efst í forgangsröðun. Óráðstafaður byggðastyrkur getur flust milli ára.

fjarskiptasjodur.is

Fundi sveitarstjórnar frestað

Fundi sveitarstjórnar sem vera átti í dag, hefur verið frestað.

 

sveitartjóri

Málþing á Patreksfirði

Jón úr Vör
Jón úr Vör

Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandasýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni aldarafmælis þorpskáldsins Jóns úr Vör. Málþingið hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00.

Á dagskrá þingsins er eftirfarandi:

  • Ávarp. Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
  • Skáldið Jón úr Vör. Andrea Harðardóttir.
  • Umhverfið á æskuárum skáldsins. Úlfar Thoroddsen.
  • Ljóðaupplestur.  Nemendur úr Patreksskóla flytja ljóð Jóns úr Vör.
  • Kaffiveitingar í boði Vesturbyggðar.
  • Verkefni Hauks Más Sigurðarsonar um Jón úr Vör.
  • Ljóðaupplestur. Eiríkur Norðdahl, skáld.

Fundarstjóri er Alda Davíðsdóttir

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Sveitarstjórnarfundur

508. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 17. janúar 2017 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Opið hús um deiliskipulag íbúðabyggðar ofan Strandgötu og varnarmannvirkja í Geitárhlíð

Tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar ofan Strandgötu og varnarmannvirkja í Geitárhlíð verður kynnt, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús verður á á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps mánudaginn 23. janúar 2017 frá 15-17.
 

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið.
 

Í kjölfar kynningarfundarins verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Skrifstofan og áhaldahúsið lokað

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps og Áhaldahúsið verður lokað fimmtudaginn 12. jan. og föstudaginn 13. jan.

 
Kær kveðja

Starfsfólk Tálknafjarðarhrepps

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón